issch svarthamars garpur

svart

hamars

HUNDARNIROKKAR

Viltu kynnast betur þeim hundum sem við eigum og notum í ræktun? 

Svarthamars Edda

Svarthamars Eik

Svarthamars Högna

Velkomin á vefsíðuna okkar

Við ræktum þýska fjárhunda (Deutsche Shäferhunde) undir ræktunarnafninu Svarthamars á Íslandi. Við höfum verið meðlimir í Hundaræktarfélagi Íslands  síðan 2003 en viðurkennd ræktun síðan 2010. Ræktun okkar er háð ströngum reglum er varða heilbrigði undaneldisdýra hjá HRFÍ og FCI. Hvolpar frá okkur eru ættbókarfærðir hjá Hundaræktarfélagi  Íslands, örmerktir, ormahreinsaðir og heilsufarsskoðaðir af dýralækni fyrir afhendingu. 
​Á vefsíðunni okkar getur þú kynnt þér hundana okkar,  áætlanir í ræktun og margt fleira sem tengist þessari frábæru tegund. Við vonum að þú njótir og að spurningum þínum verði svarað.

 

Eva og Gummi

ÞETTA ER HELST AÐ FRÉTTA AF OKKUR

MYNDASAFN

Við erum afskaplega stolt að hundunum sem við höfum ræktað og finnst gaman að taka myndir af þeim.

 

Franskur Bulldog

Við hjá Svarthamarsræktun höfum eignast tvö frábær eintök af Frönskum bolabít.

Við kolféllum fyrir þessari tegund þegar við pössuðum Franskan bulldog rakka fyrir vinafólk fyrir nokkrum árum. Það var eiginlega þá sem við byrjuðum að leita að góðu eintaki fyrir okkur. Við eigum nú tvær franskar stelpur.

 

Ebba (Soulfellas Embla) kom til okkar þegar hún var hvolpur og hefur fallið vel inn í hópinn. Ebba hefur farið á nokkrar sýningar og gengið rosalega vel. Hún er kominn með titilinn Íslenskur ungliðameistari og Íslenskur meistari. Ebba er nú rúmlega þriggja ára. Þvílíkur karakter sem hún er. Alveg æðisleg :)

Mercy (Mercy me of Energy house) fluttum við inn frá Serbíu. Hún er ekki bara rosalegea falleg, hún er líka alveg yndislegur karakter. Við erum ofboðslega ánægð með hana :)

       HAFÐU SAMBAND

VIÐ SVÖRUM ÖLLUM SPURNINGUM MEÐ BROS Á VÖR. EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND VARÐANDI HVAÐ SEM ER.

© 2017 Svarthamars. Allur réttur áskilinn  |  svarthamars@gmail.com  |  svarthamars.net

  • Instagram Social Icon
  • Facebook Social Icon