Svarthamars

Þýskur Fjárhundur

Heading 4

Stolt okkar og gleði

Svarthamars Þýskur Fjárhundur

Þetta erum við

Við ræktum þýska fjárhunda (Deutsche Shäferhunde) undir ræktunarnafninu Svarthamars á Íslandi. Við höfum verið meðlimir í Hundaræktarfélagi Íslands  síðan 2003 en viðurkennd ræktun síðan 2010. Ræktun okkar er háð ströngum reglum er varða heilbrigði undaneldisdýra hjá HRFÍ og FCI. Hvolpar frá okkur eru ættbókarfærðir hjá Hundaræktarfélagi  Íslands. Örmerktir og heilsufarsskoðaðir af dýralækni fyrir afhendingu. 


​Á vefsíðunni okkar getur þú kynnt þér hundana okkar, áætlanir í ræktun og margt fleira sem tengist þessari frábæru tegund. Við vonum að þú njótir og að spurningum þínum verði svarað.

 

Eva og Gummi

Skoða nánar
hv09.jpg

Svarthamars Högna

Svarthamars

logo-svarthamars_edited.jpg

ÞÝSKUR 

FJÁRHUNDUR

4835888_2_orig.jpg

Svarthamars Edda

Eik head 2019_edited.jpg

Svarthamars Eik

Fygstu með okkur

  • Instagram

Fylgdu okkur á instagram @svarthamars

 

#svarthamarsræktun

#svarthamars

  • Facebook

Finndu okkur á Facebook. 

facebook.com/svarthamars

Franskur Bulldog

Við hjá Svarthamars ræktun erum að leggja grunninn að því að rækta Franskan bolabít. Við ætlum að leggja mikinn metnað í þessa ræktun. Höfum nú þegar keypt tvær ungar gæða tíkur að utan. Sú fyrri, Mercy Me of Energy House (Mercy), kom til okkar 2019 og hin tíkin, Songbird of Energy House (Bella), mun vonandi koma til okkar fljótlega. Báðar þessar tíkur eru virkilega fallegar og góðar. Ekki skemmir að þær eru af úrvals ættum.  

Franskur bolabítur er tegund sem við fengum áhuga á, og fórum að skoða, fyrir mörgum árum síðan. Við eignuðumst okkar fyrsta Franska 2016, þegar við fengum hana Ebbu. Hún er alveg einstök og við elskum hana ótúlega mikið. Þá var ekki aftur snúið. Við urðum alveg veik fyrir þessari tegund.

 

Þó hægt sé að segja að Franskir bolabítar og Þýskir fjárhundar séu algerar andstæður, þá eiga þessar tegundir einstaklega vel saman. Franskur bolabítur er nefnilega öflugri og þrjóskari en margir halda. 

 

Við hlökkum mikið til framtíðarinnar 

104865974_10219630577007425_350124514399

Takk fyrir að hafa samband!

Svarthamars ræktun, Þýskur fjárhundur, Reykjavík

  • Facebook
  • Instagram