Svarthamars
Franskur Bulldog
Svarthamars Franskur Bolabítur
hundarnir okkar
Við hlökkum mikið til framtíðarinnar
um okkur
Þetta erum við
Við hjá Svarthamars ræktun erum að leggja grunninn að því að rækta Franskan bolabít. Við ætlum að setja mikinn metnað í þessa ræktun. Við höfum nú þegar keypt tvær ungar gæða tíkur að utan. Sú fyrri, Mercy Me of Energy House (Mercy), kom til okkar 2019 og hin tíkin, Songbird of Energy House (Bella), mun vonandi koma til okkar fljótlega. Báðar þessar tíkur eru virkilega fallegar, góðar og af úrvals ættum.
Franskur bolabítur er tegund sem við fengum áhuga á, og fórum að skoða, fyrir mörgum árum síðan. Við eignuðumst okkar fyrsta Franska 2016, þegar við fengum hana Ebbu. Hún er alveg einstök og við elskum hana ótúlega mikið. Þá var ekki aftur snúið. Við urðum alveg veik fyrir þessari tegund.
Þó hægt sé að segja að Franskir bolabítar og Þýskir fjárhundar séu algerar andstæður, þá eiga þessar tegundir einstaklega vel saman. Franskur bolabítur er nefnilega öflugri og þrjóskari en margir halda.

Songbird of Energy House
Faðir: AVIGDORS SERAFINO
Móðir: ALVEN AARIKA ACTION ALET
Fæðingardagur: 15. AUG 2019
Kyn: TÍK
Gælunafn: BELLA
Litur: BRINDLE
Innflutt frá Serbíu
_JPG.jpg)
Mercy Me of Energy House
Faðir: GET LUCKY OF ENERGY HOUSE
Móðir: TALLULAH MAGANDA OF ENERGY HOUSE
Fæðingardagur: 28. DEC 2018
Kyn: TÍK
Gælunafn: MERCY
Litur: FAWN
Innflutt frá Serbíu

ISCH Soulfellas Embla
Faðir: GASTON ENERGIQUE DE TODEGNAC
Móðir: HRAFNA WEST COUNTRY GIRL
Fæðingardagur: 17. AUG 2016
Kyn: TÍK
Gælunafn: EBBA
Litur: PIED
Íslenskur Meistari
Íslenskur ungliðameistari