Um ræktun þýskra fjárhunda
Að skilja mun á línuræktun og krossblöndun
Línuræktun (linebreeding):
Línuræktun getur aukið við bæði gott og illt í því sem af hlýst. Þegar farið er út í þá sálma þarf að huga vel að því sem verið er að gera. Þú verður að vita vel um styrk og veikleika þeirra hunda sem blanda skal saman. Línuræktun, eða innræktun, “læsir inni” einkenni foreldrana með því að takmarka genafjöldan sem hvolparnir bera. Þeir geta lokað af gen sem ný afbrigði (hvolpar) öðlast. Með línuræktun á mjög skyldum hundum færðu tæplega nokkuð sem ekki er til staðar í foreldrunum. Þú ert að reyna að rækta úr mun minna hlutmengi Schaferhunda gena. Þú endar uppi með hund sem hefur miklar líkur á að sé arfhreinn á mörgum sviðum (að hann beri tvö samskonar gen fremur en eitt af þeim möguleikum sem einmitt “þetta” gen annars hefði). Á sama hátt er þýðingarmikið að með línuræktun ertu líka að auka við vandamál sem einnig geta komið upp í þeim hvolpum sem frá svona tilraunum koma. Með línuræktun í marga ættliði geta farið að koma upp vandamál þar sem óæskileg gen taka sér stöðu í tegundinni og verða ekki þaðan aftur tekin.
Það gerist oft í þegar ræktendur eru í mikilli línuræktun í langan tíma að í níundu eða lengra komnum afkomendum fara að koma niðurbrot í tegundinni. Það er vegna þess að genin fara að verða of einsleit, það vantar nýtt blóð í tegundina. Þetta gengur undir nafninu “inbreeding depression” (of mikil ættartengsl). Afleiðingin getur líka komið fram í ófrjósemi, eða minnkaðri frjósemi. Þetta er ástæða þess að of mikil ættartengsl þykja slæm tengsl. (bræður og systur, faðir og dóttir, móðir og sonur, eigi saman afkvæmi—ekki góð blanda til lengdar) Svona tengingar hafa verið notaðar til að styrkja ákveðnar genatengingar, en þá nær alltaf með því að halda þeirri þróun áfram með krossblöndun (outcrossing).
Línuræktun er nokkuð góð aðferð til að losa tegundina við óæskileg gen. Hún eykur líkurnar á að þú losnir við ákveðin gen í afkvæmunum ef gætt er vel að rétt dýr séu valin í slík ættartengsl. Lokuð ættarlína getur samt mistekist. Þú gætir endað uppi með eitthvað sem þú hefur alls ekki viljað ná fram. Þú gætir þurft að fara með meiri krafti í outcrossing ræktun til að losna við þennan “eiginleika“ (eða galla).
Krossblöndun (outcrossing):
Með krossblöndun gætir þú fengið út eitthvað betra en foreldrarnir per se eiga inni. Það er kallað “hybrid vigor” eða “Betrungur“. Það gerist þegar afsprengið verður betra en báðir foreldranir eru. Þegar þú reynir fyrir þér með krossblöndun ertu enn að reyna að auka við góðu genin, en þar eru pólarnir tveir en ekki einn:
Númer eitt: Þú ert að krosstengja tvær línur sem hafa fylgt ættinni í langan tíma. Þú gætir fengið svipuð ættartengsl. Þú gætir líka alveg eins veikt þau tengsl sem þú ætlaðir að styrkja. Segjum að foreldrarnir séu með lafandi eyru og þú “krossblandir” í svipaða ættarlínu, en með uppsperrt eyru. Þú færð svipaða “línu” en eyrun hafa tekið breytingum til hins betra. En er þetta allt?
Númer tvö: Ef þú reynir að þróa ættarlínu sem er að einhverju leyti öðruvísi en sú lína sem þú óskar að breyta, muntu fá margt fleira en einmitt það sem þú bara vildir breyta. Þú ert að breyta meiru en bara því sem þú óskar eftir. Þú ert að breyta genabúskap afsprengisins. Þú munt kannski enda uppi með suma ágæta hunda, og svo líka með hræðilega hunda. En hvorug týpan er komin með framtíðargen. Það þýðir að það er ekkert víst að þau gen sem þú ert að reyna að þróa haldi áfram í næstu kynslóð. Það er vegna þess að genin eru “heterozgous” (hafa tvö gen í stað þess að hafa “tvö copies af hinu sama). Þau eru kölluð “homozygous” gen. Tvö mismunandi gen sömu gerðar heita “heterozgous, en tvö gen sem “kópiera” hvort annað eru kölluð “homozygous”. Þetta er ekki hið sama.
Ef þú vilt reyna að þróa upp ákveðin gen þá beitir þú krossblöndun. Ef þú vilt reyna að eyða genum þá reynir þú að fá einkenni þess fram með “innblöndun” (það er að nota saman mjög skyld foreldri). Þá tekur þú afsprengið þegar misfellur slíkra tengsla koma í ljós og “aftengir” það genapollinum. Krosstenging smá hverfur en lætur víkjandi (slæma) eiginleika þróast áfram í komandi afkomendum án þess að nokkur viti hvað hefur gerst. Með tímanum verða þetta viðvarandi eiginleikar tegundarinnar. Með “innræktun” sérðu þessa eiginleika koma fram eftir nokkrar kynslóðir. Þá er því hægt að losa sig fljótlega við með réttum aðgerðum, það er krossblöndun. Færð nýjan kynbótahund til að setja nýtt blóð í stofninn. Hinsvegar þegar fram í sækir gætir þú farið að fá þessa sömu eiginleika aftur inn í stofninn ef gömlu ættartengslin taka aftur yfir.
Ef þú heldur áfram með krossblöndun og notar eingöngu framúrskarandi eintök til kynbóta ferðu að finna mjög góða hvolpa í þeim afkvæmum sem fara að koma fram. Vandinn er hinsvegar sá að gamla línan þín missir eiginleika sína fljótlega og “hybrid vigor” –einkennin (að hvolpar verði betri en samanlagðir foreldrarnir) minnka við frekari krosstengsli (foreldrarnir verða betri og munurinn milli þeirra og hvolpanna minni).
Krossblöndun og línuræktun: Báðir möguleikar athugaðir.
Krossblöndun sem kemur út frá línuræktun býr til betrunga (hybrid vigor).
Línuræktun (linebreeding) og krossblöndun (outcrossing) ganga samhliða. Önnur aðferðin gengur varla án þess að reyna ekki báðar. Of mikil rækt við annan þáttinn en afrækja hinn er ekki góð fyrir hundastofninn.
Með innræktun og línuræktun getur þú náð fram óæskilegum þáttum í afkomendunum. Það þarf ekki að gerast nema báðir foreldrar uppfylli skilyrði um það sem þú ert að leita eftir, það eru óæskileg gen. Um það bil 25% af þeim hvolpum sem koma af foreldrum þar sem annað foreldri er með óæskileg gen munu flytja það áfram til sinna afkomenda.
Þetta er úr grein Dr. Denny Article um “Principles of Genetics”, fyrsti hluti.
“Hybrid vigor(betrungur) gerist oft þegar hegðun hvolpsins er allt önnur en algengt er hjá forfeðrum hans. Hvað þarna gerist er ekki að fullu skilið. Slíkar kynbætur eru gerðar til þess að reyna að bæta skapgerðargalla stofnsins, gera hvolpana betri en tíðkast meðal stofnsins. Kynbætur hunda sem er ekkert sérstaklega líkar að eðlisfari, eða jafnvel óskyldar, fæða oft af sér hvolpa sem eru foreldrunum báðum fremri. Afsprengi hunda sem eru mjög líkir eru ekki mjög líklegir til að taka til sín “hybrid vigor”. Stærð þeirra verður svipuð stærð foreldranna í flestum tilfellum.
Krossblöndun í plöntum og dýrum eru gerðar í þeim til gangi að ná fram bæði hybrid vigor og hagkvæmni (hinum betri eiginleikum) beggja tegunda. Orðið “hagkvæmni” er notað um þá góðu þætti sem eða “línur” sem ekki verða til án þessarar kynblöndunar. Hydro vigor næst einnig oft fram í afsprengi þeirra þótt lítið sem ekkert virðist vera af þeim í hverju dýri fyrir sig eða í ættartré þeirra”.
Besta aðferðin til að ná fram því besta í Hybrid vigor er að krossblanda tveim einstæðum og óskyldum línum. Hundaræktendur munu finna að best sé að halda óskyldum línum í hundarækt aðskyldum. Það er til þess að aðrar línur geti komið til greina í kynblöndun.
Það skiptir engu hvað þú gerir í kynblöndun. Þú munt fá hvolpa ef hundar geta átt afkvæmi saman. Það skiptir engu hvort þú ert í krossblöndun eða línuræktun. Þessi ræktun er áhugaverð, en mjög áhættusöm eigi að síður. Þú ert heppinn ef 10 til 20% af þeim afkvæmum sem þú færð séu til gagns fyrir stofninn sem slíkan. Þegar þú bætir við fyrirhöfninni við að blanda saman réttu tegundunum finnurðu sennilega þá línu sem þú vilt reyna að rækta. Þá er það bara spuning um hvað það er sem þú ert að leita að.
Samantekt:
Línuræktun (Line breeding) hefur verið mikið vandamál og leitt til niðurrifs í stofni. Það þýðir ekki að krossblöndun (outcrossing) ein og sér verði sú lausn sem leysi þau vandamál. Hér er ekki bara spurning um línurækt eða krossblöndun og ekkert þar á milli. Þetta er spurning um hvernig á að sjá hlutina fyrir og notfæra sér hvorutveggja. Hvort sem þú ert að reyna að komast fyrir slæma eignleika og losa stofninn við þá, eða ert bara að reyna að fá fram sæta og hugljúfa hvolpa, þá er hvortveggja markmið. Góður hundaræktandi verður að hafa innsýn í það sem er “fyrirsjáanlegt“.
Íslensk þýðing: Pétur Gissurarson fyrir Svarthamarsræktun