top of page
  • Writer's pictureSvarthamars

Eddu og Rocky hvolpar fæddir

Þann fimmtánda febrúar síðastliðinn fæddust hjá okkur átta yndislegir hvolpar. Foreldrar hvolpanna eru að okkar mati sérlega glæsilegir fulltrúar tegundarinnar, Svarthamars Edda og Ice Tindra Rocky.


Það sem er óvenjulegt við þetta got er að foreldrarnir eru báðir síðhært afbrigði tegundarinnar. En þetta er í fyrsta skipti sem við pörum saman tvo síðhærða einstaklinga.

Eitt af markmiðum okkar með þessu goti erum við að búa til framtíðar línur fyrir ræktunina okkar. Við erum að taka mjög svo meðvitaða ákvörðun um línuræktun í ákveðna hunda sem við viljum hafa "sterka" inni í ræktunarplönum framtíðarinnar.


Strákarnir urðu í meirihluta í þessum fallega hópi, sex strákar á móti tveimur stelpum. Eins og fyrirsjáanlegt var þá er síðhærða genið ríkjandi í þessu goti og eru því allir hvolparnir síðhærðir.


Að okkar mati er þetta got verulega spennandi.

Eddu og Rocky hvolpar
Hluti af hvolpunum viku gamlir

620 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page