top of page
  • Writer's pictureSvarthamars

Eikar og Ghazi Hvolpar

Updated: Jul 18, 2020

Næsta got er væntanlegt með hækkandi sól. Við erum að verða verulega spennt.


Tilvonandi móðir hvolpanna er úr okkar ræktun, Svarthamars Eik. Æðisleg tík sem heillar alla sem hún hittir. Eik er undan einum flottasta rakka sem fluttur hefur verið inn til landsins, NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården.


Tilvonandi faðir hvolpana er toppeintak af hundi, innfluttur frá Hollandi í eigu Eldbergs ræktunar, BIS V1 ISCH AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm. Hundur sem við höfum notað áður á systur Eikar með frábærum árangri.


Geðslag beggja foreldra er hundrað prósent og eru þeir frábærir sem fjölskylduhundar.

Alla daga eru báðir foreldrarnir venjulegir heimilishundar og búa á heimilum með mörgum börnum og öðrum hundum án nokkurra vandræða.


Foreldrarnir eru af topp ættum og heilbrigðir á sál og líkama. Ekkert mjaðma- og olnbogalos langt aftur í ættir. Nánast allir ættfeður og ættmæður hafa lokið vinnuprófum (IPO eða SCHH) sem sýnir fram á að hausinn sé í lagi.


Sköpulag þessara hunda er okkur að skapi. Frábær stærð á bæði rakka og tík. Sterk og góð beinabygging. Styrkar og óþvingaðar hreyfingar. Geggjaðir litir.

Báðum hundum hefur gengið mjög vel á sýningum.


Báðir foreldrar hafa sýnt fram á þeir hafi að bera þá vinnueiginleika sem krafist er af tegundinni. Eik hefur æft hlýðni og spor með góðum árangri. Ghazi hefur klárað BH skapgerðarmat og IPO1 vinnupróf sem er þríþætt: Hlýðnivinna, sporavinna og bitvinna.

Þess utan hefur Ghazi klárað þýskan ræktunardóm, Kkl1 og AD þolpróf.


Þessi fjögur próf eru tekin erlendis og er krafist af öllum ræktunarhundum í heimalandinu, Þýskalandi. Við það að hafa lokið þessum fjórum prófum fær hundurinn stimpilinn: MÆLT MEÐ TIL RÆKTUNAR.


Við erum sannfærð um að með þessari blöndu sem fáum við framúrskarandi geðslag og heilbrigði. Sem er nauðsynlegt fyrir krefjandi starf fjölskylduhunda.


Áhugasamir hafi samband á svarthamars@gmail.com eða á Facebook.



Svarthamars Eik


ISCH AD BH IPO1 Kkl1 Ghazi von Nordsee Sturm

ISCH AD BH IPO1 Kkl1 Ghazi von Nordsee Sturm


ISCH AD BH IPO1 Kkl1 Ghazi von Nordsee Sturm

616 views0 comments

Recent Posts

See All