top of page
  • Writer's pictureSvarthamars

Hvolparnir 8 vikna

Updated: Jul 19, 2020

Senn líður að því að hvolparnir verða átta vikna. Fyrir okkur sem ræktendur er það alltaf súrsæt stund. Það var náttúrulega vitað allann tímann að við þyrftum að kveðja þessi krútt þegar þau mundu taka næsta skref og flytja á ný heimili. Við huggum okkur þó við það að allir hvolparnir eru að fara á frábær heimili þar sem þeir verða elskaðir og hugsað verður vel um þá.


Við, ásamt móður hvolpanna, höfum gert allt sem við getum á undanförnum átta vikum til að undirbúa þá fyrir þetta stóra skref. Hvolparnir eru uppaldir ínni á miðju heimilinu þar sem mikill erill er frá degi til dags. Þeir eru nú þegar orðnir vanir hefðbundnu fjölskyldulífi og kippa sér ekki upp þessa venjulegu hluti eins og heimilistæki og gesti. Það er svo í höndum nýrra fjölskyldna að halda áfram að undirbúa hvolpana fyrir lífið.


Við óskum fjölskyldunum sjö innilega til hamingju með nýju fjölskyldumeðlimina. Við vitum að allar þessar fjölskyldur eiga eftir að rúlla þessu skemmtilega uppeldis-verkefni upp og fá frábæran hund.


Jökla
Svarthamars Jökla, átta vikna

134 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page