Svarthamars
Næsta got verður síðhært
Við verðum með got fljótlega á næsta ári undan Svarthamars Eddu okkar og það verður bara síðhært.
Við höfum ákveðið að veðja á ungann og gríðalega efnilegan, síðhærðan rakka, Ice Tindra Rocky. Þetta er rakki sem við afskaplega hrifin af. Rocky hefur ekki langt að sækja útlitið.
Pabbi hans er ISShCh ISJCh Ice Tindra Merlin sem er í miklum metum hjá okkur. Mamma hans er ótrúlega vel gerð og ein sigursælasta tík tegundarinnar á sýningum, C.I.E ISShCh NORDICCh NLM RW-17 Ice Tindra Joss.
Þarna erum við að línurækta beint í einn af okkar uppáhalds, NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården.



