top of page
  • Writer's pictureSvarthamars

Svarthamars Högna afrekshundur ársins 2017 hjá HRFÍ

Updated: Jul 19, 2020

Á hverju ári leitar Hundaræktarfélag Íslands eftir tilnefningum til þjónustu og afrekshunda ársins og heiðrar þá hunda sem þeim þykir skara framúr. Stjórn HRFÍ ákvað að heiðra Svarthamars Högnu sem Afrekshund ársins 2017.


Við getum ekki annað en verið full af stolti vegna Högnu. Það gefur okkur mikið að hafa ræktað hund sem hefur þessa ótrúlegu hæfileika og frumkvæði til að geta hjálpað til við þessar erfiðu aðstæður.


Hér segir Kristbjörg hvers vegna Högna var valin afrekshundur ársins:


Högna Fæddist í Reykjavik 30 júní 2014. Hún er undan Eldeyjar Ölmu og ISShCh RW-14 Svarthamars Garp. Ræktendur: Eva kristinsdóttir/Guðmundur R.Ásgeirsson.

Högna byrjaði að koma í pössum til okkar um sjö mánaða aldur og aftur um ellefu mánaða. Í þau skipti tókum við eftir því að hennar hegðun breyttist þannig að þegar dóttir mín fékk flog þá rápaði Högna á milli okkar þangað til við vorum komin til Sonju og einnig á nóttinni vekur hún mig með að taka létt utan um hendina á mér ef ég verð ekki strax vör við að dóttir mín er í flogi. Sonja Ósk dóttir mín er 12 ára stúlka með litningagalla sem veldur illvígri flogaveiki. Högna er alkomin til okkar rúmlega árs gömul og hefur aldrei fengin neina þjálfun í að greina flog hjá fólki. Við þökkum fyrir að hafa hana hjá okkur því fyrir utan að hún passi vel upp á Sonju þá hefur hún tvisvar bjargað lífi hennar. Í bæði skipin var Sonja inni í sínu herbergi að horfa á mynd og fékk svokallað grandmal flog en ég var frammi að sinna systkinum hennar þegar Högna kemur alveg óð framm og geltir sem hún er ekki vön að gera og fer ég a eftir henni inn til stelpurnar þar sem hún liggur helblá í framan af súrefnisleysi og hreyfingarlaus. Seinna skiptið var sama sagan nema þegar Högna var búin að gelta þá tekur hún með tönnunum í ermina hjá mér og togar. Ef Högna hefði ekki verið hjá okkur þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Högna er sjálflærð í flogagreiningu og valdi sér það hlutverk að passa uppá og vera besti vinur 12 ára gamallar stúlku. Við erum henni ávallt þakklát og endalaust stolt af fjórfætta heimilismeðliminum okkar.

Kveðja Kristbjörg Kristjánsdóttir

Svarthamars Högna, Afrekshundur ársins 2017
 

Myndir frá afhendingu viðurkenningar.141 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page