top of page

UM OKKUR

Við heitum Eva Kristinsdóttir og Guðmundur Rafn Ásgeirsson og erum stoltir eigendur Svarthamars hunda ræktunar. Við höfum átt Þýska fjárhunda síðan 2003 og á þeim tíma höfum við aflað okkur mikillar þekkingar á tegundinni sem við nýtum okkur í ræktuninni. 

 

Við leggjum metnað í að að rækta hunda sem hafa að bera gott geðslag, líkamlegt heilbrigði, rétta líkamsbyggingu og fallegt útlit. Þýski fjárhundurinn er fyrst og fremst vinnuhundur og á að hafa að bera sterkar hvatir til að vilja þóknast eiganda sínum. Það er mikilvægt að hann hafi sterkar taugar (hausinn í lagi). Hundur með hausinn í lagi er rólegur og þægilegur í allri daglegri umgengni inn á heimili fjölskyldu sinnar. 

Við höfum það að leiðarljósi að allir hvolpar sem frá okkur fara í framtíðinni muni veita fjölskyldum sínum gleði og hamingju, það skiptir okkur sem ræktendur mestu máli.

Við erum einnig að byrja að rækta Franskan bolabít undir nafni Svarthamars.... fylgist með!

bottom of page